09.11.2011 -

Tilmæli til söluaðila með kassakerfi.

Skipulögð glæpasamtök gera æ oftar tilraunir til að komast yfir kortaupplýsingar úr tölvu-, kassa- eða bókhaldskerfum söluaðila. Með kortanúmerum sem þannig fást eru síðan útbúin svikin kort og út á þau tekin verðmæti eða reiðufé. Öryggi kortaupplýsinga er á ábyrgð þess sem tekur við korti, þegar seld er vara eða þjónusta. Þitt kassakerfi þarf að uppfylla þá öryggisstaðla sem alþjóðlegu greiðslukortafyrirtækin setja, því annars gætir þú orðið ábyrgur fyrir tjóni sem hlýst af upplýsingaþjófnaði. Fjölgreiðslumiðlun hf. sér um að innleiða alþjóðlega kortaöryggisstaðalinn PCI-DSS, fyrir hönd kortafyrirtækjanna. Ef til þess kæmi að óprúttnum aðilum tækist að komast yfir kortanúmer úr þínum kerfum, verður þú ekki dreginn til ábyrgðar, hafir þú uppfyllt kröfur PCI staðalsins.