09.11.2011 -

Kynning á PCI DSS staðlinum fyrir söluaðila

Kynning á PCI DSS staðlinum fyrir söluaðila

Fjölgreiðslumiðlun hf. í samstarfi við greiðslukortafyrirtækin Borgun hf. og VALITOR hf. bjóða til morgunverðarfundar um öryggismál fimmtudaginn 28. janúar.Á fundinum verða kynntar helstu aðgerðir sem söluaðilar geta notað til að auka öryggi við verndun á viðkvæmum greiðslukortaupplýsingum. Fundurinn er ætlaður þeim sem bera ábyrgð á rekstri fyrirtækja, bæði gagnaöryggi sem og fjármálum. Kynningin verður ekki mjög tæknilegs eðlis heldur ætlað að ná til breiðs hóps.Á fundinum munu sérfræðingar Fjölgreiðslumiðlunar, Sensa, Skýrr og Capacent fjalla um hættu sem stafar af tölvuinnbrotum og stuldi greiðslukortaupplýsinga, nauðsynlegar varnir ásamt kynningu á PCI DSS staðlinum. Einnig verður kynnt áætlun um nýtingu á örgjörvatækni (KORT&PIN) í kortaviðskiptum á Íslandi.