09.11.2011 -

Breyting á eignarhaldi og nafni FGM

Breyting á eignarhaldi og nafni FGM
Samhliða breytingunni á eignarhaldinu var nafni félagsins breytt í Greiðsluveitan ehf., sem verður með sömu kennitölu, símanúmer og heimilisfang og Fjölgreiðslumiðlun hafi áður.

Greiðsluveitan hefur frá sama tíma öðlast eignarhald á fleiri greiðslumiðlunarkerfum. Félagið hefur nú fullt forræði yfir öllum helstu grunnkerfum íslenskrar greiðslumiðlunar og tengdum þjónustuþáttum þ.e. stórgreiðslu- og jöfnunarkerfinu, RÁS-kerfinu, Kröfupotti og Birtingi ásamt þjónustu SWIFT-Alliance kerfisins. Nánari grein verður gerð fyrir þessum breytingum á næstunni.